Avatar

Markhópur: Unglingastig grunnskóla og framhaldsskóli.

Lykilorð: Vistkerfi, líffræðilegur fjölbreytileiki, auðlindanýting, sjálfbærni, náttúruvernd, stjörnulíffræði, vistspor.

Lengd: Breytilegt. Myndasýning tekur 4 kennslustundir (mögulega heimaverkefni), umræðutími ein til tvær kennslustundir, möguleiki á frekari úrvinnslu tvær til fjórar kennslustundir.

Höfundur: Gyða Björk Björnsdóttir

Verklegt/vettvangsferð: Nei.

Samantekt

Markmið þessa verkefnis getur verið háð aðstæðum og er það undir nemendahópnum og kennaranum komið hverjar áherslurnar eru. Megintilgangurinn er að nemendur geti útskýrt og rætt afstöðu sína til náttúru og samfélags, horft til framtíðar, metið á skýran og sjálfstæðan hátt og tekið gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengda samfélagi, náttúru, umhverfi og tækni.

Ný aðalnámskrá leggur áherslu á sjálfbærni sem grunnþátt menntunar. Nemendur eiga að geta horft til framtíðar, vita að allir eru ábyrgir og því þarf að þekkja og skilja náttúruna. Þá fyrst er hægt að takast á við ágreiningsefni og álitamál. Mörg hæfniviðmið ólíkra greinasviða eru tengd þessu og miða að því að gera nemendur meðvitaða um umhverfismál og efla gagnrýna hugsun, gildismat og rökræður. Ágæt leið til að nálgast þessi viðmið er að horfa á kvikmyndina Avatar og spyrja spurninga sem skapa umræður.

Verkefnið er í formi lesefnis, myndbanda, vinnu nemenda sem einstaklingar og í hópi þar sem nemendur taka afstöðu og rökstyðja hugsanir sínar. Í verkefninu reynir á skapandi hugsun, frumkvæði og samvinnu nemenda.

Verkefninu er ætlað að koma til móts við kröfur Aðalnámskrár grunnskóla 2013 um sjálfbærni sem einn af lykilþáttum menntunnar.

Verkefninu fylgir tillaga að námsmati.

Verkefnið í fullri lengd: Vefsíða Word PDF Fylgiskjöl: Word PDF