Nanótækni – að sjá og snerta

| 0 comments

Markhópur: nemendur í 9. – 10. bekk grunnskóla.

Lykilorð: tækniþróun, stærðarskali, frumeind (atóm), sameind, eiginleikar efna.

Lengd: 8 kennslustundir (40 mín/kennslustund).

Höfundur: Sigrún Þóra Skúladóttir.

Verklegt/vettvangsferð: verklegar æfingar.

Samantekt

Meginmarkmið námsefnisins er að efla áhuga nemenda á tækniþróun. Í gegnum þetta námsefni kynnast nemendur nanótækni og ýmsum nýjungum sem sú tækni kann að hafa í för með sér. Ýmis hugtök eru kynnt til sögunnar. Ungir nemendur geta kynnst nanótækni með ýmsum hætti t.d. með því að framkvæma nokkrar einfaldar tilraunir, nokkur smáforrit (öpp) fyrir iPad eru til þar sem hægt er að fræðast um nanótækni og auk þess er mikið til af lesefni á netinu. Námsefnið býður einnig upp á skapandi hugsun sérstaklega þar sem við vitum í raun ekki hvað framtíðin mun bera í skauti sér og því er þetta tilvalinn vettvangur fyrir nemendur að vera skapandi t.d. í gegnum lausnarleit. Námsefnið er ætlað nemendum í 9. – 10. bekk grunnskóla en það má auðveldlega útfæra það fyrir yngri nemendur. Hluti af námsefninu er á ensku og er það hugsað fyrir eldri nemendur en eftirfarandi texti um nanótækni, tilraunir, smáforrit og teiknimyndasögur væri auðveldlega hægt að vinna með yngri nemendum.

Verkefnið í fullri lengdVefsíða  Word  PDF

Fylgiskjal 1:  Word PDF

Fylgiskjal 2:  Word PDF

Fylgiskjal 3:  Word PDF

Leave a Reply