Líftækni – siðfræði vísinda

| 0 comments

Markhópur: nemendur í 10. bekk grunnskóla.

Lykilorð: rökræður, siðfræði, tækniþróun, erfðabreytt.

Lengd: 6 kennslustundir (40 mín/kennslustund).

Höfundur: Karl Snorrason.

Verklegt/vettvangsferð: Nei.

Samantekt

Markmiðið er að fá nemendur til þess að kynna sér heim líftækni, átta sig á notkun hennar í daglegu lífi og rökræða um umdeild málefni hennar. Líftækni hefur þann möguleika að breyta lífi okkar varanlega á næstu áratugum, með tilkomu nýjunga í geiranum. Þarf því að kynna þetta svið nemendum svo þeir skilji, geti nýtt sér þær nýjungar sem af því spretta, og geti jafnvel stundað það í framtíðinni.

Verkefnið er í formi einskonar réttarhalda eða rökræðna. Verkefninu lýkur með ritgerð þar sem hver og einn skrifar um eitt af þeim mörgu álitamálum í líftækni og segir frá sinni skoðun á því.

Að verkefni loknu á nemandi að ganga burt með reynslu í rökræðum, framsögu á efni, og hafa kynnst tækninýjungum á sviði líftækni, einkum þeim sem mest er deilt um.  Skv. Aðalnámskrá á nemandi meðal annars að geta rökrætt og myndað sér upplýsta skoðun á efni ásamt því að geta unnið vel með hópi, vera læs á vísindagreinar og geta leitað sér heimilda. Er verkefnið í raun blanda af rökræðum, siðfræði og náttúrufræði.

Verkefnið í fullri lengd:  Vefsíða  Word  PDF   Fylgiskjöl:  Word PDF

Leave a Reply