NaNO námsefni

NaNO gagnabanki er verkefnabanki fyrir starfandi kennara í grunn- og framhaldsskólum sem koma að náttúrufræði- og/eða raunvísindakennslu.

Efnið í gagnabankanum er samið af starfandi kennurum fyrir starfandi kennara. Allt efnið hefur verið lesið yfir af sérfræðingi á viðkomandi fræðasviði (eða er í yfirlestri). Allt efnið er (eða verður) prófað í kennslu.

Síðan er skipulögð þannig að  hægt er að fletta eftir skólastigum, fræðigreinum og þverfaglegum viðfangsefnum.

Námsefnið er sett fram í vefsíðu og pdf til útprentunar en einnig í word skjölum þannig að kennarar geti auðveldlega breytt því og aðlagað að sínum nemendum og markmiðum.

Námsefnið er með öllu frjálst til afnota.  Einnig er leyfilegt að breyta og aðlaga námsefnið en þá biðjum við um að fá breytt eintök send til baka svo hægt sé að bæta þeim við safnið. Geta þarf höfundar og  ekki má nýta efnið í hagnaðarskyni.

Við notumst við þetta Creative Commons leyfi: BY-NC-SA. Þá er höfundar getið, efninu má dreifa og afrita, ekki má nota efnið í hagnaðarskyni og notendum er frjálst að breyta og bæta.

Sjá merkingu táknanna á http://creativecommons.is/cc-a-%C3%BEitt-verk/ og á http://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/4.0/.

Gagnabanki NaNO er settur upp af Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Gagnabankinn er styrktur af Aldarafmælissjóði HÍ, Þróunarsjóði námsgagna, Vinum Vatnajökuls og Rannsóknasjóði síldarútvegsins.

 


Leave a Reply