NaNO námsefni

NaNO námsefni er námsefnisauðlind fyrir starfandi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem koma að náttúrufræði- og/eða raunvísindakennslu.

Efnið er samið af starfandi kennurum fyrir starfandi kennara. Unnið er að því að allt efnið verði lesið yfir af sérfræðingi á viðkomandi fræðasviði og að það verði prófað í kennslu. Merkt er við verkefnin hvar þau eru stödd í ritrýniferlinu.

Síðan er skipulögð þannig að  hægt er að fletta eftir skólastigum, fræðigreinum og þverfaglegum viðfangsefnum.

Námsefnið er sett fram í vefsíðu og pdf til útprentunar en einnig í word skjölum þannig að kennarar geti auðveldlega breytt því og aðlagað að sínum nemendum og markmiðum.

Unnið er að því að uppfæra þessa töflu m.t.t. stöðu í ritrýniferli (*yfirlesið af verkefinsstjóra, **yfirlesið af sérfræðingi, ***prófað og metið í kennslu). Jafnframt verður unnið að því að hlaða inn því námsefni sem ekki er hér inni nú þegar, samhliða upphleðslu verða kóðar í töflunni hlekkjaðir við námsefnið. Búist er við að taflan verði klár á vormánuðum 2019.

Leikskóli Yngsta stig Miðstig Unglingastig Framhaldsskóli

 

Titill Skólastig Lykilorð Kóði
Stígvélaganga Leikskóli Gönguferð, nærumhverfi, athugun og skráning, stafrófið, vatn, rigning og pollar, jarðvegur og mold, drulla og leðja. JA1

*

1. bekkur
Lífbreytileikaspil Leikskóli Lífbreytileiki, náttúrvernd, útdauði, búsvæði og plöntutegundir. LB1
1.-4. bekkur
5.-7. bekkur
8.-10. Bekkur
Framhaldssk.
Hafið – badges Hafið, sjálfbærni, samfélag, umhverfi, virkni, gagnrýnin hugsun, miðlun viðfangsefnis, geta til aðgerða. HA6
1.-4. bekkur
5.-7. bekkur
8.-10. Bekkur
Framhaldssk.
Dýraleikaverkefni Dýr, íþróttagrein, hraði, tími, vegalengd, færni. (Heimildarleit, einstaklings og hópavinna, verkefnavinna). DY1
2.-4. bekkur
5.-6. bekkur
Læsi Læsi, upplýsingatækni, sköpun, gagnrýnin hugsun, glósutækni , upplestur, kurteisi og virðing. LE1
4. bekkur
5.-7. bekkur
Hvað er í fjörunni? Hafið, stofnar, fjara, fuglar, þang og þari. HA2
5.-7. bekkur
Vísindavaka Vísindi, vísindaleg aðferð, SI einingakerfi. VA1

*

5.-7. bekkur
8.-10. bekkur
Vatnajökull og loftsslagsbreytingar Náttúruvernd, jöklar, Skrið jökla, jökulhlaup, flóð, rof, rofabarð. VV3

*
5.-7. bekkur
8.-10. bekkur
Hafið – orkubúr framtíðar Orkuvinnsla, fjöruferð, hafið, miðstig,  rafmagn, orka. HA3
6.-7. bekkur
8. bekkur
Líftækni Líftækni, erfðatækni, erfðir, gen, kynbætur, stökkbreytingar, erfðabreytingar. LT2
6.-7. bekkur
8. bekkur
Loftslagsverkfræði – kennsluhugmyndir Gróðurhúsaáhrif, gróðurhúsalofttegundir, hlýnun Jarðar, kolefnisjöfnun. LV2
6.-7. bekkur
8. bekkur
Rafmagnstaflan Öryggi, greinatafla, lekaliði, rafmagnsmælir, rafmagnstafla, rafmagnsleysi. RA1
6.-7. bekkur
8. bekkur
Auðlindir í rusli Sorp, rusl, auðlind, endurnotkun, endurvinnsla, endurnýting, úrgangur, úrgangsþríhyrningur, lífsferill. RF1

*

6.-7. bekkur
8. bekkur
Deilt um orkuna Endurnýjanleg orka, raforka, vatnsafl, jarðvarmi, vindorka, hálendi. OR2
7. bekkur
8. bekkur
Úrgangur og lausnir í sjónmáli Sorp, úrgangur, flokkun, sjálfbærni, endurvinnsla. RF3
8.-9. bekkur
Er hafið framtíðin? Hafið, sjávarútvegur, sjálfbærni, súrnun sjávar, græn tækni. HA1
8.-10. bekkur
Plastið í sjónum Rusl, plast, mengun, Great Pacific Patch. HA4
8.-10. bekkur
Klónun Lýðræði, mannréttindi, jafnrétti, læsi, sköpun, gagnrýnin hugsun og virðing. LT3
8.-10. bekkur
Loftslagsbreytingar Gróðurhúsalofttegundir, koltvíoxíð, gróðurhúsaáhrif, sjálfbær þróun. LV1

*

8.-10. bekkur
Loftslagsbreytingar Hlýnun Jarðar, þema, samþætt verkefni. LV4
8.-10. bekkur
Smitsjúkdómar Örverur, veirur, ebóla, zika veiran, HIV, HPV, smitsjúkdómar, bóluefni, bólusetning, sýklar, sýklalyf, sóttkví, ónæmiskerfi, mótefni. OF1
8.-10. bekkur
Smæsta lífveran Veirur, sýklar, hýsill, örvera, príónur, smitsjúkdómar, líf. OF2
8.-10. bekkur
Orkugjafar í samgöngum Orka, náttúruauðlind, endurnýjanlegt, samgöngur, loftslagsbreytingar. OR1
8.-10. bekkur
Stjörnufræði – þemaverkefni Appolo geimáætlunin, Curiosity Marsjeppinn, Evrópski risasjónaukinn, geimferðir, Hubble geimsjónaukinn, James Webb geimsjónaukinn, Kepplersjónaukinn, Rosetta og Philae, Voyager 1 og 2. SF2

*

8.-10. bekkur
Orkuvinnsla í framtíðinni Orkuvinnsla, endurnýjanlegir orkugjafar, vatnsafl/-orka, jarðhiti/-varmi, vindorka. OR3
8.-10. bekkur
Grænu skrefin Grænu skrefin, endurvinnsla, umhverfismeðvitund, hópverkefni. RF4
8.-10. bekkur
Úrgangur Úrgangur, sorp, rusl, matvælasóun, auðlindir, endurvinnsla, endurnotkun, úrgangsþríhyrningurinn, urðun og sorpbrennsla RF5
8.-10. bekkur
Veðurverkefni Tilurð veðurs, vindur, loftþrýstingur, vindstyrkur, veðurmunur á Íslandi, morgun- og kvöldgola, hita- og kuldaskil, háþrýstingur og lágþrýstingur, ský, snjókorn, fellibyljir og skýstrókar. VE1
8.-10. bekkur
Vistspor matar Auðlind, erfðabreytt matvæli, Fairtrade/sanngirnisvottun, lífræn matvæli, sjálfbærni. VI1
8.-10. bekkur
Vistheimt – ratleikur um Öskjuhlíð Ratleikur, vistheimt, Kahoot. VI3
8.-10. bekkur
Vistheimt Vistkerfi, gróðurlendi, vistheimt, jarðvegsrof, rask, framvinda og líffræðileg fjölbreytni. VI4
8.-10. bekkur
Vatnajökull og raforka Hreyfiorka, stöðuorka, raforka, afl, jökull, rafall. VV2
8.-10. bekkur
Avatar Vistkerfi, líffræðilegur fjölbreytileiki, auðlindanýting, sjálfbærni, náttúruvernd, stjörnulíffræði, vistspor. LB3

*

8.-10. bekkur
Framhaldssk.
Vistheimt Auðlindanýting, lífbreytileiki, loftslagsbreytingar, náttúruhamfarir, náttúruvernd, sjálfbærni, vistheimt, vistkerfi. VI7
8.-10. bekkur
Framhaldssk.
Loftslagsbreytingar Loftslagsbreytingar, gróðurhúsaáhrif. LV3
9. bekkur
Súrnun sjávar Hafið, súrnun sjávar, lífsskilyrði, líffjölbreytileiki, loftslagsbreytingar, verklegt, vettvangsferð. HA5
9.-10. bekkur
Líftækni Líftækni, erfðatækni, erfðabreytt matvæli. LT4
9.-10. bekkur
Líftækni Líftækni, erfðatækni, DNA, siðfræði, álitamál og rökræður. LT6
9.-10. bekkur
Nanótækni – að sjá og snerta Tækniþróun, stærðarskali, frumeind (atóm), sameind, eiginleikar efna. NT2
9.-10. bekkur
Nýlenda á Mars Líf á öðrum hnöttum, hópavinna, kynning, stjörnufræði. SF1
9.-10. bekkur
Umhverfi okkar Vistkerfi, náttúruauðlind, neysla, mengun, jarðefnaeldsneyti, kjarnorka, orkugjafi, endurnýjanlegur orkugjafi, lífeldsneyti, gróðurhúsaáhrif, óson, súrt regn, ofauðgun , umhverfiseitur. UM1
9.-10. bekkur
Vistheimt Vistfræði, vistkerfi, vistheimt, landhnignun VI2
9.-10. bekkur
Líftækni Erfðaefni, líftækni, erfðatækni, erfðabreytt, kynbætt. LT5
10. bekkur
Sorp í framtíðinni – Sjálfbær þróun og vistspor manna Sjálfbærni, líffræðilegur fjölbreytileiki, vistspor, auðlindir. RF2
10. bekkur
Líftækni Erfðatækni, erfðabreytt matvæli, erfðaefni, rekjanleiki. LT7
Framhaldssk.
Sorp sem verðmæti Sorp, flokkun, sjálfbærni, endurvinnsla, endurnýting. RF6
Framhaldssk.
Sjálfbær landnýting Vistheimt, landnýting, vistkerfi, hagsmunaaðilar. VI5
Framhaldssk.
Vistheimt til verndar Vistheimt, kolefnisbinding, loftslagsbreytingar, líffræðileg fjölbreytni, vistfræði. VI6
Framhaldssk.

Námsefnið er með öllu frjálst til afnota.  Einnig er leyfilegt að breyta og aðlaga námsefnið en þá biðjum við um að fá breytt eintök send til baka svo hægt sé að bæta þeim við safnið. Geta þarf höfundar og  ekki má nýta efnið í hagnaðarskyni.

Við notumst við þetta Creative Commons leyfi: BY-NC-SA. Þá er höfundar getið, efninu má dreifa og afrita, ekki má nota efnið í hagnaðarskyni og notendum er frjálst að breyta og bæta.

Sjá merkingu táknanna á http://creativecommons.is/cc-a-%C3%BEitt-verk/ og á http://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/4.0/.

NaNO námsefni er sett upp af Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Utanumhald og gerð námsefnis er styrkt af Aldarafmælissjóði HÍ, Þróunarsjóði námsgagna, Vinum Vatnajökuls, Félagi síldarútgerða, Rannsóknasjóði síldarútvegsins og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar.

 


Leave a Reply