Deilt um orkuna

Markhópur: 7.-8. bekkur.

Lykilorð: Endurnýjanleg orka, raforka, vatnsafl, jarðvarmi, vindorka, hálendi.

Lengd: 5 kennslustundir.

Höfundur: Brynja Stefánsdóttir.

Verklegt/vettvangsferð: Nei.

Samantekt

Rafmagn er eitthvað sem við í nútímasamfélagi getum ekki verið án. Mikilvægt er að nemendur átti sig á hvar það rafmagn sem þeir notast við er framleitt og hvað þarf til. Umræðan í samfélaginu seinustu ár hefur snúið að því hvort virkjanir séu álitlegar og hversu margar þurfi í raun og veru til að halda uppi svo fámennri þjóð. Náttúruauðlindir okkar eru margar en mikilvægi þeirra felst ekki einungis í nýtingu þeirra. Ferðamenn hafa lagt land undir fót til að sjá margslungna náttúru okkar og berum við ábyrgð á því að viðhalda henni og vernda hana. Þetta verkefni veitir nemendum tækifæri til að setja sig í spor hagsmunaaðila er koma að virkjanamálum. Þeir þurfa að setja sig inn í heim náttúruverndarsinna auk þeirra sem búa í nálægð við virkjanir. Gagnrýnin hugsun og rökræddar málsvarnir gera þeim kleift að taka ábyrgð á orðum sínum. Verkefnið hefur það að markmiði að gera nemendur meðvitaða um land og þjóð og áhrif virkjana á land og þjóð.

Verkefnið í fullri lengdVefsíða  Word  PDF  Fylgiskjöl:  Fylgiskjal 1  Fylgiskjal 2