Hafið – orkubúr framtíðar

| 1 Comment

Höfundur: Þórunn Arnadóttir
Ritstjóri: Svava Pétursdóttir

Markhópur:  Nemendur í 6. – 8. bekk.

Lykilorð: orka, orkuframleiðsla, fjöruferð, hafið

Lengd:  6-10 kennslustundir.

Verklegt/vettvangsferð:  fjöruferð og gerð rafals

Samantekt

Markmið kennsluefnisins er að gefa nemendum tækifæri til að þjálfa orðaforða og byggja upp skilning á hugtökum þannig að þeir geti tekið þátt í umræðu um orkumál og beitt viðeigandi hugtökum í umræðum um orkunýtingu og álitamálum henni tengdum. Fjallað verður um hafið sem orkuauðlind og uppruni orkunnar skýrður. Nemendur fræðast um tækninýjungar og þróun hugmynda. Rætt verður um kosti og galla út frá sjónarhóli umhverfisverndar og efnahagslegrar velmegunar. Nemendur fræðast um ferlið frá hugmynd til afurðar (mörg lítil fyrirtæki, miklir peningar sem fara í tilraunir sem sumar sýna fram á að e-ð er ekki hægt), ræða og mynda sér skoðun á því hvort peningum er vel varið í svona verkefni. Verkefninu fylgja fjórir lestextar, tvö verkefni, hugmyndir að vinnu með hugtakakort, og nemendakynningum, vettvangsferð og gerð rafmótora. Einnig fylgir verkefninu matskvarði.

 

Verkefnið í fullri lengd:  Vefsíða  Word  PDF   Fylgiskjöl:  Word PDF