Nýlenda á Mars

| 1 Comment

Markhópur:  9.-10. bekk grunnskóla.

Lykilorð: líf á öðrum hnöttum, hópavinna, kynning, stjörnufræði

Lengd: 6 kennslustundir

Höfundur: Karl Snorrason

Verklegt/vettvangsferð: hópaverkefni með kynningu

Samantekt

Verkefnið felst í að kynna sér plánetuna Mars og undirbúa flutning manna þangað. Með því viðfangsefni er hægt að sameina kennslu og þekkingu á mörgum sviðum, svo sem eðlisfræði, stjarnfræði, sálfræði, líffræði, jarðfræði og fleiri greinum, þar sem það verkefni að flytja til Mars og búa þar um ókomna tíð, mun ávalt verða flókið og þverfaglegt viðfangsefni. Verkefnið byggir á hópavinnu þar sem hver hópur sér um mismunandi hluta af hinu erfiða verkefni að lifa af á Mars. Lýkur verkefninu á því að hver hópur flytur fyrirlestur um lausn á sínum hluta, og bekkurinn ræðir fýsileika hugmyndarinnar á milli sín. Þannig mun bekkurinn púsla saman einni heildarmynd um ferð og búsetu á Mars.

Verkefnið í fullri lengdVefsíða  Word  PDF    Matskvarði Word  PDF