Loftslagsverkfræði – kennsluhugmyndir

| 1 Comment

Markhópur: nemendur í 6.-8. bekk grunnskóla.

Lykilorð: gróðurhúsaáhrif, gróðurhúsalofttegundir, hlýnun Jarðar, kolefnisjöfnun.

Lengd: 18 kennslustundir (40 mín/kennslustund).

Höfundur: Þórunn Arnardóttir.

Verklegt/vettvangsferð: vettvangsferð.

Samantekt

Markmið verkefnisins er að útbúa námsreynslu sem getur stutt við getu nemenda til að bera ábyrgð og hafa áhrif á umhverfi sitt. Þegar menn takast á við vandann sem fylgir notkun jarðefnaeldsneytis og því sem veldur gróðurhúsaáhrifum, reynir á hæfni til að bera ábyrgð og leggja mat á eigin hegðun. Það er trú höfundar að nemendur sem fá þjálfun í að bera ábyrgð á eigin námi, séu líklegir til að yfirfæra þá færni yfir á eigið líf.

Verkefnið skiptist í tvö þrep. Í fyrra þrepinu er unnið með þekkingu og skilning á hugtökum sem tengjast gróðurhúsaáhrifum. Í seinna þrepinu er unnið með leikni, greiningu, mat og nýsköpun þekkingar.

Umfjöllun um gróðurhúsaáhrif er undirstaða í verkefninu en ekki meginviðfangsefni. Eftir að nemendur hafa lesið sér til um og tileinkað sér valin hugtök sem tengjast gróðurhúsaáhrifum munu þeir fást við að skoða það sem verið er að gera í þeirra bæjarfélagi til að minnka gróðurhúsaáhrif. Í framhaldi af því skoða þeir hjólastíga / hjólaleiðir í nágrenni sínu, benda á það sem vel er gert og koma með tillögur að úrbótum þar sem þess er þörf. Gert er ráð fyrir að nemendur hjóli sjálfir eftir hjólaleiðum.

Verkefnið í fullri lengdVefsíða  Word  PDF

Fylgiskjöl:

Vinnuseðill: Word  PDF

Matskvarði: Word  PDF