Höfundur: Ester Ýr Jónsdóttir
Ritstjóri: Ester Ýr Jónsdóttir og Svava Pétursdóttir
Markhópur: Yngsta stig grunnskóla, 1.-4. bekkur.
Lykilorð: Fiskur, fæðukeðja, fæðuvefur, tegund, lífsskilyrði, búsvæði.
Lengd: 4-8 kennslustundir.
Verklegt/vettvangsferð: Já.
Samantekt
Markmið kennslueiningarinnar er að nemendur kynnist helstu nytjafiskum Íslendinga í gegnum fjölbreytta vinnu. Við skoðum útlit fiskanna, búsvæði og stöðu þeirra í hringrás fæðu. Nemendur byrja á að kynna sér lífríkið í sjónum, mismunandi útlit og stærðir lífvera í sjónum. Nemendur fræðast enn fremur um lífríki sjávar í vettvangsferð til fisksala eða í matvöruverslun. Nemendur búa til spil tengt fisktegundum og spila það saman og teikna fæðukeðju/-vef fyrir sinn fisk. Auk þess er lagt til að þau fái vísindamann að láni og haldi sýningu á lokaafurð sinni, sjávarsýn.
Sjávarútvegur er ein af grunnstoðum íslensks samfélags og því mikilvægt að byggja upp þekkingu og skilning á auðlindum hafsins því mikilvægt er að vernda og nýta hafið og auðlyndir þess á sjálfbæran hátt.
Verkefnið í fullri lengd: Vefsíða Word PDF Fylgiskjöl: Word PDF