Orkugjafar í samgöngum

Höfundur: Ólafur Örn Pálmarsson.
Ritstjóri: Birgir U. Ásgeirsson og Ester Ýr Jónsdóttir.

Markhópur: Nemendur í 8.-10. bekk.

Lykilorð: Orka, náttúruauðlind, endurnýjanlegt, samgöngur, loftslagsbreytingar.

Lengd: 6-10 kennslustundir.

Verklegt/vettvangsferð: Nei, en nokkrar hugmyndir án útfærslu fylgja.

Samantekt

Markmið kennsluefnisins er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast mismunandi tegundum orkugjafa í samgöngum í samfélagi sínu. Ný tækni hefur komið fram í framleiðslu og notkun á mismunandi orkugjöfum fyrir samgöngur til þess að nýta náttúruauðlindir Jarðar á hagkvæmari hátt. Með fjölgun mannkyns – og meiri þörf fyrir orku – og verðbreytinga á orkugjöfum þá er mikilvægt að nemendur þekki mismunandi tegundir til að geta tekið upplýsta ákvörðun um val á samgöngumáta og tegund samgöngutækis. Fjölbreyttar kennsluaðferðir verða notaðar til að kynna efnið fyrir nemendum en þær byggjast meðal annars á umræðum, verklegri vinnu og hópavinnu nemenda um ákveðna námsþætti. Nemendur ígrunda sinn eigin samgöngumáta og kynnast núverandi tækni í mismunandi tegundum af samgöngum.

 

Verkefnið í fullri lengdVefsíða  Word  PDF  Fylgiskjöl:  Word