Stígvélaganga

Markhópur: Elstu börn í leikskóla og 1. bekkur grunnskóla.

Lykilorð: Gönguferð, nærumhverfi, athugun og skráning, stafrófið, vatn, rigning og pollar, jarðvegur og mold, drulla og leðja.

Lengd: 2-3 kennslustundir.

Höfundur: Þorbjörg Ólafsdóttir.

Verklegt/vettvangsferð: Já.

Samantekt

Markmið þessa verkefnis er að fá nemendur til að vera meðvitaða um það sem á vegi þeirra verður og til að skrá og ræða það sem þeir upplifa þegar þeir kanna skólalóðina og nánasta umhverfi skólans. Á skólalóðinni er margt að sjá og skoða og mikilvægt að vera vakandi fyrir þeim fjölbreyttu möguleikum sem umhverfið bíður upp á. Mikilvægt er að venja nemendur á að skrá niður athuganir sínar og íhuga það sem börnin skynja. Nemendur vinna með alla stafi stafrófsins í stafrófsröð, þannig fer fram óbeint nám við að læra stafrófið.

Stígvél eru eins og ofurkraftar fyrir fætur. Þau gefa þér tækifæri til að hoppa í pollum, vaða í gegnum leðju og í köldu vatni án þess að blotna á tánum.
Gríptu vinnublöðin, skelltu þér í stígvélin og skundaðu af stað í frábæra stígvéla-ævintýraferð. Samspil vatns og jarðvegs getur verið stórkostlegt tækifæri til rannsókna og leikja.

Verkefnið í fullri lengd: Vefsíða Word PDF Fylgiskjöl: Fylgiskjal 1 (Word PDF), fylgiskjal 2 (Word PDF), fylgiskjal 3 (Word PDF)