Loftslagsbreytingar

| 1 Comment

Markhópur: nemendur í 8.-10. bekk grunnskóla.

Lykilorð: gróðurhúsalofttegundir, koltvíoxíð, gróðurhúsaáhrif, sjálfbær þróun.

Lengd: 6-7 kennslustundir.

Höfundur: Eiríkur Örn Þorsteinsson.

Verklegt/vettvangsferð: Nei.

Samantekt

Markmiðið er að fá nemendur til þess að átta sig á hugtökum tengdum loftslagsmálum, s.s. hnattræn hlýnun, gróðurhúsaloftegundir, koltvíoxíð og gróðurhúsaáhrif. Einnig að nemendur finni til ábyrgðar og þekki til hugtaksins sjálfbær þróun. Hlýnun jarðar snertir okkur öll og er áberandi í þjóðfélagsumræðunni.

Verkefnið er í formi kveikju með fræðslumyndbandi, sýndartilraun um koltvíoxíð, hópavinnu nemenda um ,,græna” fjölskyldu ásamt kynningu nemenda á vinnu sinni.

Að verkefni loknu á nemandi að hafa áttað sig á orsökum og afleiðingum gróðurhúsaáhrifa ásamt því að finna til getu til aðgerða. Skv. Aðalnámskrá á nemandi meðal annars að geta greint stöðu mála í eigin umhverfi og aðdraganda þess, í framhaldi skipulagt þátttöku í aðgerðum sem fela í sér úrbætur. Einnig á nemandi að geta gert grein fyrir verndum og nýtingu náttúruauðlinda í tengslum við sjálfbæra þróun.

Verkefninu fylgir verkefnalýsing fyrir nemendur sem fylgiskjal.

Verkefnið í fullri lengd:  Vefsíða  Word  PDF   Fylgiskjöl:  Word PDF