Lykilhugtök tengd orkumálum

[Námsefnið ORKA, upphafssíða]

AÐGANGUR (e. ACCESS): Hér  vísar aðgengi til þess að raforka sé á hagkvæmu verði, hún fáanleg og aðgengi að henni stöðugt.

AFL (e. POWER): Mæling á hversu mikil vinna er framkvæmd á tilteknum tíma. Það vísar til hraða orkunýtingar eða hversu hratt orku er breytt yfir í annað form orku.

ORKUVER (e. POWER PLANT): Miðstöð sem venjulega inniheldur hverfla og rafala til að framleiða rafmagn. Flestar virkjanir nota jarðefnaeldsneyti til að framleiða rafmagn, en fleiri og fleiri virkjanir nota endurnýjanlegar auðlindir.

ANDRÚMSLOFT/LOFTHJÚPUR (e. ATMOSPHERE): Gaslag sem umlykur Jörðina, inniheldur blöndu niturs, súrefnis og annarra lofttegunda í minna magni eins og gróðurhúsalofttegunda. Lofthjúpurinn verndar Jörðina og viðheldur jöfnu hitastigi hjá okkur vegna tilstuðlan gróðurhúsaáhrifa.

ÁBURÐUR (e. FERTILIZER): tilbúin eða náttúruleg efni sem er bætt við jarðveg eða land til að auka vöxt plantna.

ÁVEITA (e. IRRIGATION): veita vanti á þurrt land, sem undirbúningur fyrir landbúnað.

EFNAORKA (e CHEMICAL ENERGY): Stöðuorka sem er varðveitt í sameindum og síðan losnar við efnahvarf (t.d. rafhlöður, olía og kol).

ENDURNÝJANLEG AUÐLIND (e. RENEWABLE RESOURCE): Náttúruauðlind sem endurnýjast (verður aftur til) á tiltölulega stuttum tíma við náttúrulega ferla Jarðar. Loft, vatn og skógar eru dæmi um endurnýjanlegar auðlindir.

ENDURNÝJANLEG ORKA (e. RENEWABLE ENERGY): Orka sem er framleidd úr endurnýjanlegum auðlindum. Tegundir endurnýjanlegrar orku eru meðal annarra – jarðvarmaorka, vindorka, orka úr lífmössum og lífeldsneyti, vatnsafl og sólarorka.

ETANÓL (e. ETHANOL): Tegund lífeldsneytis sem er notað víða í samgöngum.

FÁTÆKT (e. POVERTY): Þegar fólk hefur ekki nóg af peningum eða aðgang að fjármagni til að mæta grunnþörfum sínum, svo sem mat, vatni, stað til að búa á og menntun. Orkufátækt er þegar fólk hefur ekki aðgang að rafmagni, sem getur leitt til margra heilsufarslegra og félagslegra mála.

FLÓÐHÆÐ (e. TIDAL RANGE): Munur á milli flóðs og fjöru. Mesti munur á milli flóðs og fjöru kallast stórstreymi en minnsti munur kallast smástreymi.

FRUMEIND (ATÓM): Allt í heiminum er samsett úr agnarsmáum einingum sem kallast frumeindir (atóm). Þessar einingar eru eins og smáar „byggingareiningar“. Ólík atóm tengjast og mynda sameindir ólíkra efna. Rafeindir eru sá hluti frumeinda sem getur leitt (e. produce) rafmagn.

FÆÐUKEÐJA (e. FOOD CHAIN): Tengsl milli lífvera, sýnir hver étur hvað. Fæðukeðjur sýna hvernig orka fer á milli einstaklinga, byrjar á frumframleiðendum (plöntum).

FÆÐUVEFUR (e. FOOD WEB): Þetta er flóknari útgáfa af fæðukeðju, sýnir að fleiri en eitt dýr getur borðað af sömu fæðuuppsprettu.

GEISLAORKA (e. RADIANT ENERGY): Hreyfiorka sem ferðast í lofti, svo sem ljósorka eða útvarpsbylgjur.

GEISLAVIRKT (e. RADIOACTIVE): Þegar óstöðugt atóm tapar orku til umhverfisins. Niðurbrot geislavirkra agna í Jörðinni framleiðir varmaorku djúpt neðanjarðar. Efni sem búa yfir mikilli geislavirkni geta verið hættuleg fólki og umhverfinu, svo sem geislavikur úrgangur sem fellur til við beislun kjarnorku. Geislavirkar agnir tapa styrk sínum á löngum tíma.

GEISLUN (e. RADIATION): Flutningur varma í formi bylgna sem heitur hlutur gefur frá sér.

GRÓÐURHÚSAÁHRIF (e. GREENHOUSE EFFECT): Gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu leyfa varma frá sólinni að hita upp Jörðina, fanga hluta varmans nærri Jörðinni og halda henni þannig heitri.

GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDIR (e. GREENHOUSE GAS): Lofttegundir í lofthjúpi Jarðar, þar með talin vatnsgufa, koldíoxíð, metan, nituroxíð og óson. Þessar lofttegundir gleypa í sig orku frá sólinni og fanga hluta varmans. Þetta heldur Jörðinni heitri, en of margar gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpnum valda loftlagsbreytingum.

HEIMILISTÆKI (e. APPLIANCE): Stór tæki sem nota orku (yfirleitt rafmagn eða jarðgas), svo sem ísskápar, þvottavélar og vatnshitarar.

HEIMSMARKMIÐIN (e. SUSTAINABLE DEVELOPMENT GOALS): Sautján markmið sem Sameinuðu þjóðirnar tóku upp til að binda enda á fátækt og hungur, bæta heilsu og menntun, berjast gegn loftslagsbreytingum og verndunar umhverfis fyrir árið 2030.

HLJÓÐORKA (e. SOUND ENERGY): Orka frá titringi sem þú getur heyrt (t.d. titrandi tromma).

HREYFINGARORKA (e. MOTION ENERGY): Orka geymd í hreyfingu hlutar. Hlutir sem ferðast hraðar geyma meiri orku. Vindur er dæmi um hreyfingarorku.

HREYFIORKA (e. KINETIC ENERGY): Hreyfing eða eitthvað í vinnu. Hún er orka sem hlutur býr yfir sökum hreyfingar sinnar eða ljóss hans. Form hreyfiorku eru meðal annarra geislaorka, varmaorka, vélræn orka, hljóðorka og rafmagn.

HVERFILL/TÚRBÍNA (e. TURBINE): Tæki sem hreyfist í hringi vegna orku frá vindi, vatni, gufu, gasi eða öðrum straumefnum. Hverflar umbreyta orku vegna flæðis vökva og lofttegunda í vélrænna orku (t.d. vindmyllur og vatnsmyllur). Næstum allt rafmagn er framleitt með einhvers konar hverfli.

JARÐEFNAELDSNEYTI (e. FOSSIL FUEL): Eldsneyti sem verður til úr gömlum plöntu- og dýraleifum og tekur milljónir ára að myndast. Jarðefnaeldsneyti telur m.a. olíu, kol og jarðgas. Jarðefnaeldsneyti inniheldur mikið magn kolefnis eða metans, sem er brennt til að framleiða rafmagn og til að framleiða orku til annarra nota. Vitað er að jarðefnaeldsneyti leiðir til mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda, sem stuðlar að loftslagsbreytingum.

JARÐFLEKAR (e. TECTONIC PLATES):

JARÐGAS (e. NATURAL GAS): Jarðefnaeldsneyti sem er að mestum hluta metan; því er brennt til að framleiða nýtanlega varmaorku. Það myndast þegar lífverur sem hlaðast upp í vatni grófust undir botnfalli í hafi eða vatni á heitum svæðum  neðanjarðar (e. in hot regions underground) fyrir milljónum ára síðan.

JARÐOLÍA (e. PETROLEUM): Jarðefnaeldsneyti sem er einnig þekkt sem olía. Hún samanstendur aðallega af kolefni og er brennd til mynda nýtanlega varmaorku. Jarðolía var mynduð af lífverum sem hlóðust upp í vatni og voru grafnar undir sjávar- eða árseti fyrir milljónum ára.

JARÐVARMAORKA/JARÐVARMI (e. GEOTHERMAL ENERGY): Varmaorka sem á uppruna sinn í neðanjarðarauðlindum Jarðar.

KJARNORKA (e. NUCLEAR ENERGY): Ein tegund óendurnýjanlegrar orku sem verður til við kjarnahvörf í úrani, málmi sem finnst í bergi og sjó.

KOL (e. COAL): Jarðefnaeldsneyti og óendurnýjanleg auðlind. Það er svarbrún bergtegund undir jarðvegi og er að mestu notað fyrir rafmagn. Það myndast úr dauðum trjáleifum, burknum og öðrum plöntum sem grófust undir mýrum fyrir milljónum ára.

KOLDÍOXÍÐ (e. CARBON DIOXIDE): Lit- og liktarlaust gas samsett úr kolefni og súrefni, er minna en 1 prósent af andrúmsloftinu. Vísindlegt nafn (efnaformúla) þess er CO2. Plöntur taka það upp og nota í ljóstillífun. Manneskjur og dýr anda frá sé koldíoxíði við öndun. Við bruna jarðefnaeldsneytis og lífmassa myndast koldíoxíð sem losnar út í andrúmsloftið og stuðlar að loftslagsbreytingum.

KOLEFNI (e. CARBON): Frumefni sem flokkast undir málmleysingja og er helsta frumefni allra lífvera. Það er allsstaðar – í líkamanum þínum, fötum, fæðu, plöntum og dýrum og í úrgangsefnum.  Það er líka í hafi, andrúmslofti og bergi. Þegar lífverur umbreytast eða deyja, innihalda þær samt sem áður kolefni. Kolefni í dauðum lífverum breytist í nýtanlegt jarðefnaeldsneyti.

KOLEFNISHRINGRÁS (e. CARBON CYCLE): Samfelld tilfærsla kolefnis Jarðar í gegnum loft, haf, umhverfi og mismunandi lífverur.

KRAFTUR (e. FORCE): Þrýstingur eða tog á hlut, sem getur orsakað breytingu á hreyfingu. Kraftur getur breytt stöðuorku (geymd orka eða orka í kyrrstöðu) í hreyfiorku (orka á hreyfingu).

KYN (e. GENDER): Félagsleg hlutverk sem byggjast á því að vera karl eða kona. Í mörgum menningarheimum hafa konur og karlar mismunandi ábyrgð og hlutverk í samfélaginu. Í þróunarríkjum er oft mikill munur á því sem talið er vera almennar skyldur karla og kvenna.

LEIÐSLA (e. PIPELINE): Löng rör (venjulega neðanjarðar) til að flytja í olíu og jarðgas.

LÍFBREYTILEIKI (e. BIODIVERSITY): breytileiki plöntu- og dýralífs í heiminum.

LÍFDÍSIL (e. BIODIESEL): tegund lífeldsneytis sem er búið til úr jurtaolíum, dýrafitu og úrgangs olíum úr matargerð. Það er hægt að nota sem eldsneyti til að knýja farartæki og til annarra nota.

LÍFELDSNEYTI (e. BIOFUEL): Eldsneyti, á formi vökva (olía) eða gass, sem er búið til úr lífmassa (dýra- eða plöntuleyfum).

LÍFGAS (e. BIOGAS): Lífeldsneyti á gas formi búið til úr dýra- og dýra- og plöntuefnum. Það myndast þegar bakteríur brjóta niður plöntu- og dýraefni, gefa frá sér metan gas og mynda eldsneyti sem er svipað jarðgasi.

LÍFMASSI (e. BIOMASS): Plöntuefni og dýraúrgangur sem er notað beint sem eldsneyti eða orkuauðlind (t.d. timbur, matarafgangar og kúamykja).

LÍFORKA (e. BIOENERGY): Endurnýjanleg orka sem er framleidd af lifandi lífverum.

LÍFVERA (e. ORGANISM): Lifandi vera, líkt og planta, dýr eða örvera.

LJÓSORKA (e. LIGHT ENERGY): Form geislaorku (hreyfiorku) sem felur í sér m.a. sýnilegt ljós, líkt og frá lömpum og sólinni.

LJÓSTILLÍFUN (e. PHOTOSYNTHESIS): Ferlið þar sem plöntur taka inn orku úr sólarljósinu ásamt koldíoxíði og vatni til að búa til sína eigin efnaorku og sér plöntunum fyrir fæðu (sykrur og önnur nytsamleg efni).

LOFTSLAG/VEÐURFAR (e. CLIMATE): Langtíma meðaltal, eða heildarmynd, veðurs sem er einkennandi fyrir ákveðið svæði.

LOFTSLAGSBREYTING (e. CLIMATE CHANGE): Breyting á heildarástandi veðurfars Jarðar (svo sem hitastig og úrkoma). Hún er afleiðing náttúrulegra orsaka (t.d. eldgosa, breytinga á hafstraumum og breytinga á virkni sólar) og mannlegra orsaka (t.d. bruna jarðefnaeldsneytis).

LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA (e. GREENHOUSE GAS EMISSION): Þegar náttúruleg kerfi eða aðgerðir manna losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Hátt hlutfall losunar kemur frá bruna kola við framleiðslu rafmagns og við notkun jarðolíu fyrir samgöngur.

MENGANDI EFNI (e. POLLUTANT): Efni sem geta verið skaðleg umhverfinu eða heilsu manna. Brennsla jarðefnaeldsneytis og lífmassa myndar loftmengandi efni eins og nituroxíð, brennisteinsdíoxíð og þungmálma. Sum mengandi efni geta haft langtíma áhrif á heilsu og umhverfi og valdið súru regni.

METAN (e. METHANE): Gróðurhúsalofttegund sem finnst í jarðgasi og í lífgasi.

MÖTTULL/SKEL (e. MANTLE): jarðar er stærsta hvel jarðar og nær frá neðra borði jarðskorpunnar að ytra borði kjarna jarðar á um 2900 km dýpi.

NÁTTÚRUAUÐLIND (e. NATURAL RESOURCE): Lifandi og lífvana þættir sem við finnum í umhverfi okkar, svo sem sólarljós, vatn, loft, jarðvegur, dýr, skógar, jarðefnaeldsneyti og fæða.

NIFTEINDIR (e. NEUTRONS): Ögn (öreind) í kjarna atóms, hefur sama massa og róteind en er án rafhleðslu (óhlaðið).

NÆRINGAREFNI (e. NUTRIENT): Efni sem dýr og plöntur þurfa til að vaxa og dafna.

OlÍA (e. OIL): Eldsneytisvökvi fyrir orku, kemur venjulega úr jarðolíu, en getur einnig komið úr plöntuafurðum (lífeldsneyti). Olíuafurðir úr jarðolíu eru víða notaðar til að framleiða rafmagn og til annarrar nýtingar orkunnar. (Í þessu badge booklet, vísar „olía“ til jarðolíu).

ORKUFÁTÆKT (e. ENERGY POVERTY): Orkufátækt er þegar fólk hefur ekki aðgengi að raforku, sem getur leitt til ýmissa heilsufars- og félagslegra vandamála.

ORKUNOTKUN (e. ENERGY CONSUMPTION): Magn orku sem einstaklingur eða hópur einstaklinga notar til sinna athafna (t.d. samgöngur, rafmagn, húshitun og -kæling og eldun).

ORKUNÝTNI (e. ENERGY EFFICIENT): Markmiðið um að draga úr magni þeirrar orku sem er notuð eða sóað. Því er hægt að ná með orkusparandi tækni (t.d. sparperur, einangrun húsa, orkuframleiðslukerfi sem tapa minni varmaorku) og með aðgerðum einstaklinga til að spara orku við daglegar athafnir.

ÓENDURNÝJANLEG AUÐLIND (e. NON-RENEWABLE RESOURCE): Náttúruauðlind sem er ekki hægt að endurnýja á stuttum tíma ef hún er nýtt að fullu, svo sem málmar og jarðolía.

ÓENDURNÝJANLEG ORKA (e. NON-RENEWABLE ENERGY): Orka framleidd úr óendurnýjanlegum auðlindum. Tegundir óendurnýjanlegrar orku eru kjarnorka og orka framleidd úr jarðolíu, kolum og jarðgasi.

RAFALL (e. GENERATOR): Tæki sem breytir vélrænni orku (t.d. frá hverflum og vélum) í rafmagn.

RAFEIND (e. ELECTRON): Örsmá ögn (öreind) sem er hluti atóma. Rafeindir búa yfir neikvæðri hleðslu og rafeindir á hreyfingu mynda rafmagn.

RAFMAGN (e. ELECTRICITY): Flæði rafhleðslna sem myndast þegar örsmáar agnir (rafeindir) ferðast óhindrað um. Dæmi um það eru eldingar og frá orkuauðlindum eins og kolum og jarðgasi. Lýsing er eitt form rafmagns og raftæki og rafknúin heimilistæki eru knúin með rafmagni.

RAFMAGNSLÍNUR (e. POWER LINES): Kaplar sem nýttir eru til að dreyfa orku.

RAFTÆKI (e. ELECTRONICS): Hlutir sem nota rafmagn þegar þeim er stingið í tengla. Dæmi um raftæki eru sjónvörp, tölvur og farsímar.

ROTNUN/NIÐURBROT (e. DECOMPOSE): Þegar leyfar dauðra plantna og dýra rotna og brotna niður með tímanum í frumeindir. Hiti, ljós, bakteríur og sveppir spila hlutverk í þessu ferli. Lífgas og jarðefnaeldsneyti eru framleidd úr efnum sem brotna niður á stuttu og löngu tímabili, í þeirri röð sem um var getið.

RÓTEINDIR (e. PROTONS): Stöðug ögn sem hefur jákvæða rafhleðslu, staðsett í kjarna atóms.

SAMEIND (e. MOLECULE): Þegar einstök atóm festast saman mynda þau litlar þyrpingar sem kallast sameindir. Ólíkar sameindir mynda ólík efni. Koldíoxíðsameind, svo dæmi sé tekið, er samsett úr einu atómi af kolefni (C) og tveimur atómum af súrefni (O), og þess vegna er það kallað CO2.

SJÁLFBÆR/SJÁLFBÆRNI (e. SUSTAINABLE/SUSTAINABILITY): Hæfni til að viðhalda stöðugu stigi í gegnum tímann, svo sem að viðhalda tiltölulega stöðugu magni náttúruauðlinda.

SJÁVARFALLAORKA (e. TIDAL ENERGY): Orka sem myndast við sjávarföll í hafinu. Sjávarföll verða til vegna þyngdartogs tungls og sólar, og snúnings Jarðar.

SKÓGEYÐING (e. DEFORESTATION): Eyðing skógar eða hluta hans (t.d. með því að saga hann niður eða brenna) til að nota timbrið (t.d. til að búa til pappír eða húsgögn) eða til að nota landið fyrir eitthvað annað (t.d. landbúnað eða sem byggingarland).

SÓLARORKA (e. SOLAR ENERGY): Orka frá sólinni (eitt form geislaorku) sem hægt er að breyta yfir í rafmagn og önnur form nýtanlegrar orku.

SÓTSPOR (e. CARBON FOOTPRINT): Heildarmagn losunar gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur eða hópur einstaklinga framleiða vegna orkunotkunar (t.d. samgöngur, rafmagn, húshitun og -kæling og eldun). Sótspor vísar til losunar gróðurhúsalofttegunda með tilliti til jafngildis koldíoxíðs (reiknað með sérstakri formúlu).

STÍFLA/STÍFLUGARÐUR (e. DAM): Hindrun í farvegi rennandi vatns, í læk eða á. Stíflur geyma vatn og þegar vatninu er hleypt út er hægt að nota það til að framleiða vatnsafl til að búa til rafmagn.

STÖÐUORKA (e. POTENTIAL ENERGY): Orka sem hlutur geymir eða varðveitir. Kraft af einhverju tagi þarf til að breyta stöðuorku yfir í hreyfiorku, til dæmis þyngdarkraftinn til að toga bolta niður brekku. Stöðuorka getur verið á formi efnaorku, kjarnorku og varðveittrar vélrænnar orku.

SÚREFNI (e. OXYGEN): Lit- og lyktarlaus lofttegund sem við öndum að okkur.

SÚRT REGN (e. ACID RAIN): Hvaða gerð úrkomu sem er (þ.e. rigning, snjór, slydda) sem inniheldur sýru sem skaðar umhverfið, sérstaklega vistkerfi í vatni og skógum. Það orsakast af mengandi efnum í andrúmslofti, aðallega við bruna jarðefnaeldsneytis.

ÚRAN (e. URANIUM): Þungmálmur sem er notaður til að framleiða kjarnorku. Hann kemur náttúrulega fyrir í flestu bergi og meira að segja í sjó.

ÚRKOMA (e. PRECIPITATION): Ferlið þar sem vatnsgufa í andrúmsloftinu þéttist og fellur í formi rigningar, slyddu, snjávar eða hagls.

VARMALEIÐNI (e. CONDUCTION): Flutningur á varma sem verður þegar tveimur misheitum hlutum á föstu formi er komið fyrir þannig að þeir snertist.

VARMAORKA (e. HEAT ENERGY): Jörðin og sólin veita okkur varmaorku. Virkjanir nota orkuauðlindir eins og kol til að framleiða varmaorku og gufu til að búa til rafmagn. Varmaorka verður einnig til sem aukaafurð sem fer til spillis (e. waste energy) í virkjunum, ljósaperum og raftækjum.

VARMI (e. THERMAL ENERGY): eða varmaorka, myndast við hreyfingu atóma og sameinda í hlut. Jarðvarmaorka er varmaorka Jarðar.

VARMASTREYMI/VARMABURÐUR (e. CONVECTION): Flutningur á varma sem verður í efnum á vökva og gas formi (straumefnum) þegar straumefni flæðir inn á svæði með ólíku hitastigi.

VATNSAFL (e. HYDROPOWER): Orka sem kemur frá krafti rennandi vatns (vélræn orka).

VATNSGUFA (e.WATER VAPOUR): Vatn á gasformi sem myndast við uppgufun eða suðu vatns á vökvaformi. Vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund sem kemur náttúrulega fyrir íandrúmsloftinu.

VÉLRÆN ORKA (e. MECHANICAL ENERGY): Orka hluta á hreyfingu (hreyfiorka) eða geymd orka (stöðuorka).

VINDORKA (e. WIND ENERGY): Orka frá lofti á hreyfingu (vélræn orka). Vindorka er endurnýjanleg orka sem verður til vegna ójafnrar upphitunar á yfirborði Jarðar.

VISTKERFI (e. ECOSYSTEM): Samspil samfélags (e. community) lífvera (plantna og dýra) og lífvana þátta (vatns, lofts, steina o.s.frv.) á tilteknu svæði. Vistkerfi hafa ekki skilgreinda stærð og geta verið eins lítil og einn pollur eða eins stór og heilt stöðuvatn. Allur heimurinn er eitt stórt og mjög flókið vistkerfi.

ÞRÓUNARLAND (e. DEVELOPING COUNTRY): Land sem hefur umfangslitla iðnaðar- og atvinnustarfsemi og þar sem laun fólks eru almennt lág. Landið reynir að verða meira efnahagslega þróað. Efnahagur flestra þróunarlanda reiðir sig að mestu leiti á landbúnað. Nánast allir þeir sem hafa ekki aðgengi að rafmagni búa í þróunarlöndunum.

ÞYNGDARAFL/-KRAFTUR (e. GRAVITY): Kraftur sem togar tvo hluti hvorn að öðrum, eins og að toga í bolta á toppi hæðar niður að rótum hennar. Þyngdarorka (e. Gravitational energy) er stöðuorka geymd í hæð hlutar. Hlutur sem er þungurog hátt uppi býr yfir mikilli stöðuorku.

ÖRVERA (e. MICROORGANISM): Vera sem er of smá til að sjá með berum augum en er hægt að sjá í gegnum smásjá.